Uppskrift miðast við 1 graut, margfaldaðu miðað við þann fjölda af grautum sem þú vilt gera.
Innihald:
- 1 msk chia fræ frá Muna
- 1 msk haframjöl fínt frá Muna
- ½ msk kakónibbur frá Muna
- 1 tsk hreint kakó
- 1 tsk hörfræ frá Muna
- ½ msk hampfræ frá Muna
- 1 dl möndlumjólk
- ½ tsk vanilludropar
- Fersk bláber
- 1-2 msk grískt jógúrt með karamellu og perum
- Haframúslí með eplum og kanil frá Muna
- Þurrkaðir bananar frá Muna
Aðferð:
- Setjið í skál chia fræ, haframjöl, kakónibbur, hreint kakó, hörfræ, hampfræ og blandið saman.
- Bætið út á möndlumjólkinni og vanilludropunum og hrærið. Leyfið grautnum að taka sig í ca 1 klst.
- Bætið grískri jógúrt út á ásamt haframúslíi, þurrkuðu bönunm og bláberjum.
Höfundur: Linda Ben