„Það að hugsa um heilsuna ætti ekki að vera áhugamál heldur einfaldlega hluti af lífinu sjálfu,“ segir heilsumarkþjálfinn Oddrún Helga Símonardóttir sem heldur úti heimasíðunni www.heilsumamman.com. Oddný er sömuleiðis iðin við að halda heilsunámskeið þar sem hún kennir einfaldar og hollar uppskriftir. Hún deilir hér með okkur haustlegum og hollum bitum með kaffinu eða á milli mála. 

Fræ-kex

  • (2 ofnplötur)
  • 3 dl MUNA fræblanda t.d. sólblómafræ, sesamfræ, graskersfræ
  • 1 dl möndlumjöl
  • 1 dl rísmjöl (úr hýðishrísgrjónum) eða bókhveitimjöl frá Priméal
  • 1 dl MUNA chia fræ
  • 3 dl vatn
  • 0,5-1 tsk salt
  • 1-2 msk birkifræ (val)

 

Blandið þurrefnunum og vatninu saman í skál.

Leyfið fræjunum að drekka í sig vatnið, það gæti tekið nokkrar mínútur.

Hellið blöndunni á bökunarpappír og setjið annan bökunarpappír yfir.

Fletjið út með kökukefli svo blandan verði þunn en samt þannig að engin göt séu.

Bakið við 180°c í 10-13 mín á blæstri. 

Takið kexið út, skerið það í litla bita með pizzu hjóli.  Snúið bitunum svo við (gott að nota pönnukökuspaða og snúa við einni röð í einu og bakið í 10 mín í viðbót.  Kexið á að vera alveg stökkt svo ef það er ennþá smá mjúkt er gott að baka það aðeins lengur (eins lengi og þörf er á).

 

Það er mjög gott að strá birkifræjum og grófu salti yfir kexið áður en það fer inn í ofn.  

 

Sætir og stökkir döðluklattar

  • 100 g dökkt súkkulaði 
  • 4 dl MUNA döðlur, skornar í 2-3 bita hver
  • 1 dl saxaðar MUNA möndlur, heslihnetur eða kasjúhnetur 
  • 2-3 msk MUNA kókosmjöl
  • 1 tsk lakkrísduft (val)

 

Bræðið 70 g af súkkulaði yfir vatnsbaði. Þegar það er brætt, takið þá af hitanum og bætið við 30 g af smátt söxuðu súkkulaði saman við.

Skerið döðlurnar í bita og setjið ofan í skálina með súkkulaðinu. 

Blandið hnetunum saman við og veltið þeim líka upp úr súkkulaðinu.  

Sáldrið kókosmjöli og/eða lakkrísdufti yfir. 

Kælið og skerið eða brjótið í bita.

 

Orkukúlur

  • 1 ½  dl MUNA hafrar
  • ½ dl MUNA hampfræ
  • ½ dl MUNA graskersfræ
  • ½ dl MUNA sesamfræ
  • 1.5 dl MUNA mjúkar döðlur
  • ¾ dl eða 4 stk þurrkaðar gráfíkjur
  • ½ tsk vanilludropar
  • Örlítið salt

 

Fyrir auka prótein má bæta við 2 skeiðum af kollageni. 

Fyrir aukna sætu má bæta við 25 gr af söxuðu dökku súkkulaði.

 

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og blandið vel saman. Það er gott að hafa bitana svolítið „crunchy“.

Mótið kúlur og geymið í kæli.

Einnig má setja deigið á bökunarpappír eða í sílikonmót, þjappa, kæla og skera svo í bita. 

 

Fylgist með Oddrúnu á instagram hér; www.instagram.com/heilsumamman/

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó standa yfir í Nettó út 10. september. Hægt er að skoða ýmsan fróðleik og tilboð í heilsublaði Nettó HÉR