Jana eins og hún er kölluð heldur úti heimasíðunni www.jana.is þar sem nálgast má ýmsan fróðleik og skemmtilegar uppskriftir. Jana og MUNA sameinuðu krafta sína og framreiddu stórkoslega rétti sem eiga það allir sameiginlegt að vera stútfullur af góðri næringu.

 

Setjið heitt vatn í form t.d. eldfast mót.
Leggið svo hrísgrjónablaðið ofan í, látið liggja í nokkrar sekúndur, maður finnur það mýkjast með því að þreifa með puttunum. Takið úr vatninu og látið sem mest af vatninu leka af.  Næst er mjúkt blaðið lagt eins slétt og hægt er á disk og því sem þig langar í er raðað á mitt blaðið. Blaðinu er svo rúllað upp eins þétt og hægt er og þá er rúllan er tilbúin.

Gott er að skera allskonar grænmeti og ávexti niður til dæmis; papriku, gúrka, gulrætur, mangó, avókadó, epli, peru, jarðarber, spínat og blandaðar kryddjurtir ásamt því að gera kasjúhnetu mix. Toppað með MUNA dressingu eða hnetusmjörsdressingu. 

MUNA dressing

  • ⅓ bolli MUNA tahini
  • ⅓ bolli vatn
  • 2 matskeiðar ferskur appelsínusafi
  • Smá appelsínubörkur
  • Smá af engiferjarót ca 3 cm 
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • 2 tsk hlynsíróp eða agave
  • 1 tsk sjávarsalt & svartur pipar 

Aðferð: Allt sett í góðan blandara. Einnig er hægt að nota töfrasprota.

Hnetusmjörsdressing

  • 5 cm fersk engiferjarót
  • 1-2 cm rautt chili eða 1/4 tsk chili flögur
  • 1 dl lime safi
  • 2/3 dl hlynsíróp, MUNA akasíuhunang
  • 2 msk. tamarisósa
  • 2 ½ dl MUNA hnetusmjör 
  • Vatn til að þynna út

Aðferð: Allt sett í góðan blandara. Einnig er hægt að nota töfrasprota.

Kasjúhnetu mix

1/2 bolli MUNA kasjúhnetur

1-2 msk sesamolía

1/4 tsk sjávarsalt

Setjið í krukku með loki og hristið vel saman. 

 

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó standa yfir í Nettó út 10. september. Hægt er að skoða ýmsan fróðleik og tilboð í heilsublaði Nettó HÉR