Það er hún Ólöf Sæmundsdóttir heimilisfræði kennari við Hvolsskóla á Hvolsvelli sem á heiðurinn af þessari bragðgóðu, fallegu og hollu köku. Lokaverkefni hennar í Kennaraháskólanum fjallaði um það hvernig hægt væri að sæta kökur með ávöxtum og döðlum og er óhætt að segja að nemendur Hvolsskóla njóti góðs af. Við hvetjum alla til þess að prófa þessa einstöku döðluköku. 

 

Gómsæt döðlubaunakaka

  • 140 g nýrnabaunir frá Muna (þurrar nýrnabaunir lagðar í bleyti yfir nótt) eða 350 g nýrnabaunir úr niðursuðudós frá Bunalun
  • 280 g döðlur frá MUNA
  • 8 egg
  • 150 g lint smjör
  • 120 g kakó
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi 
  • 1 tsk vanilludropar

Krem

  • Fyrir tvöfalt lag af kremi
  • 220 g döðlur frá MUNA
  • 200 g lint smjör
  • 2 msk kakó
  • 2 msk kaffi eða heitt vatn

 

Aðferð

  1. Leggið nýrnabaunir í bleyti yfir nótt. Skiptið um vatn og sjóðið í rúmar 60 mínútur. Sigtið vatnið frá og leggið baunirnar til hliðar. Soðnar baunir eiga að vera u.þ.b. 350 grömm. Ef notast er við nýrnabaunir úr niðursuðudós, hellið vatninu frá og setjið í sigti. Skolið baunirnar vel undir krana. 
  2. Hitið ofninn í 170°C blástur. Hafið tvö hringlaga form tilbúin, jafnvel nokkur muffinsform líka. Maukið döðlurnar í matvinnsluvél með tveimur eggjum þannig að döðlurnar verði að mauki. 
  3. Setjið hin 6 eggin út í og blandið vel saman.  
  4. Setjið soðnu nýrna baunirnar út í og maukið vel saman með eggjahrærunni. Oft þarf að skafa niður skálar barmana með sleikju. 
  5. Látið öll hin hráefnin út í og blandið saman í matvinnsluvélinni. 
  6. Skiptið deiginu í tvö form, einnig hægt að nota muffinsform.
  7. Setjið inn í heitan ofn, bakið í um það bil 20 mín. Fer eftir þykkt hversu lengi kakan þarf að vera. Notið prjón til að athuga hvort kakan sé tilbúin. 

 

Krem

  1. Maukið döðlurnar ásamt kaffinu/vatninu í matvinnsluvél.
  2. Látið smjörið og kakóið út í hrærið vel saman í vélinni. 
  3. Kreminu smurt á kalda kökuna. 
  4. Njótið.

 

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó standa yfir í Nettó út 10. september. Hægt er að skoða ýmsan fróðleik og tilboð í heilsublaði Nettó HÉR