Hér höfum við alveg einstaklega holla og góða nammibita sem þú átt alveg örugglega eftir að elska! lxMaður byrjar á því að mylja maískökur og blanda hnetusmjöri saman við, síðan bætir maður frosnum hindberjum saman við, smellir í form og setur í frysti. Á meðan það er inn í frysti bræðir maður súkkulaði og hellir því svo ofan á, lætur stirðna og sker svo í bita.

Innihald:

Aðferð:

  • Brjótið maískökurnar í skál og bætið hnetusmjörinu út á, blandið vel saman, gott er að nota hrærivél í þetta.
  • Setjið frosin hindber út á og blandið létt saman.
  • Setjið smjörpappír í lítið eldfast mót, ca. 15×20 cm á stærð og þrýstið deiginu í formið. Setjið í frystinn í ca klst.
  • Bræðið súkkulaði og hellið yfir, skerið í bita.

Höfundur: Linda Ben