Innihald:

Aðferð:

  • Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  • Blandið saman haframjöli, möndlumjöli, matarsóda, salti og kanil.
  • Bræðið kókosolíuna og bætið henni út í hafrablönduna ásamt eggjum og vanilludropum, hrærið saman.
  • Setjið smjörpappír í 20×30 cm stórt form og hellið deiginu ofan í formið. Bakið í 20-25 mín. Kælið kökuna.
  • Setjið hnetusmjörið í skál ásamt agave sírópi og bræddri kókosolíu, hellið ofan á kökuna og sléttið úr.
  • Bræðið súkkulaðið og hellið ofan á hnetusmjörslagið, blandið því létt saman við hnetusmjörið til að fá fallegt mynstur.
  • Kælið kökuna inn í ísskáp í u.þ.b. 1-2 klst eða þar til súkkulaðið hefur harðnað.

Höfundur: Linda Ben