Hér býður Linda Ben upp á þrjár mjög ein­fald­ar týp­ur af heima­gerðum humm­us; pestó humm­us, hvít­lauks humm­us og jalapenó humm­us.

Hægt er að kaupa annað hvort til­bún­ar soðnar kjúk­linga­baun­ir í krukk­um eða ósoðnar í pok­um. Soðnu baun­irn­ar í krukk­un­um eru fljót­legri en þess­ar ósoðnu í pok­un­um eru ódýr­ari.

„Það er ann­ars al­veg mjög ein­falt að sjóða baun­ir sjálf­ur og mæli ég heils­hug­ar með því, en það krefst þess að maður gefi því svo­lít­inn tíma. Best er að setja ósoðnar baun­irn­ar í stóra skál þannig að baun­irn­ar ná upp u.þ.b. helm­ing skál­ar­inn­ar, og fylla svo upp skál­ina með vatni. Setja plast­filmu yfir og geyma inn í ís­skáp í að minnsta kosti yfir nótt. Síðan hell­ir maður því vatni af baun­un­um og set­ur baun­irn­ar í stór­an pott og set­ur vatn þannig að það fljóti vel ríf­lega yfir baun­irn­ar. Síðan sýður maður baun­irn­ar í u.þ.b. 1 ½ klst við væg­an hita. Baun­irn­ar geym­ast soðnar inn í ís­skáp í 3-5 daga.

Ég nota kjúk­linga­baun­ir í mjög margt þar sem þær eru mjög holl­ar, mest þó ef­laust í humm­us, pot­trétti og súp­ur. Ég elska að gera minn eig­in humm­us, það er svo ein­falt og skemmti­legt, það er líka svo gott að vita ná­kvæm­lega hvað er í því sem maður er að borða.

Hér sýni ég ykk­ur þrjár mis­mun­andi týp­ur af humm­us, hví­lauks, jalapenó og pestó. Ég er ný­byrjuð að gera pestó týp­una og er ég rosa­lega hrif­in af þeim humm­us núna.

Mér hef­ur oft fund­ist erfitt að finna gott Tahini til að setja í humm­us­inn minn en núna hef ég fundið æðis­legt Tahini. Það er að sjálf­sögðu frá Muna en það er merki sem mér lík­ar virki­lega vel við! All­ar vör­ur frá Muna eru líf­ræn­ar og vandaðar, aðeins fyrsta flokks hrá­efni notuð í vör­urn­ar þeirra.“

Jalapenó humm­us

  • 300 g soðnar kjúk­linga­baun­ir frá Muna (annað hvort í krukku eða þær sem þú sýður sjálf/​ur)
  • 1 msk. Tahini frá Muna
  • 3 msk. ólífu olía frá Muna
  • 1 msk. hun­ang
  • ½ tsk. salt
  • safi úr 1 sítr­ónu
  • 1 msk. jalapenó í krukku
  • 1-2 msk. safi af jalapenó (hægt að skipta út fyr­ir vatn ef þið viljið ekki of sterkt)
  • vatn eft­ir þörf

Aðferð:

Setjið öll inni­halds­efni ofan í bland­ara og blandið sam­an, bætið við vatni eft­ir hversu mikið ykk­ur finnst þurfa, ef humm­us­inn er mjög þykk­ur er gott að setja meira vatn til að þynna hann.

Hvít­lauks humm­us

  • 300 g soðnar kjúk­linga­baun­ir frá Muna (annað hvort í krukku eða þær sem þú sýður sjálf/​ur)
  • 1 msk. Tahini frá Muna
  • 3 msk. ólífu olía frá Muna
  • 1 msk. hun­ang
  • ½ tsk. salt
  • safi úr 1 sítr­ónu
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • vatn eft­ir þörf

Aðferð:

Setjið öll inni­halds­efni ofan í bland­ara og blandið sam­an, bætið við vatni eft­ir hversu mikið ykk­ur finnst þurfa, ef humm­us­inn er mjög þykk­ur er gott að setja meira vatn til að þynna hann.

Pestó humm­us

  • 300 g soðnar kjúk­linga­baun­ir frá Muna (annað hvort í krukku eða þær sem þú sýður sjálf/​ur)
  • 1 msk. Tahini frá Muna
  • 3 msk. ólífu olía frá Muna
  • 1 msk. hun­ang
  • ½ tsk. salt
  • safi úr 1 sítr­ónu
  • 1 hvít­lauks­geiri
  • 2 msk. grænt pestó
  • vatn eft­ir þörf

Aðferð:

Setjið öll inni­halds­efni ofan í bland­ara og blandið sam­an, bætið við vatni eft­ir hversu mikið ykk­ur finnst þurfa, ef humm­us­inn er mjög þykk­ur er gott að setja meira vatn til að þynna hann.