Heimagerð skyrskál

Höfundur:
María Gomez, matarbloggari
https://paz.is/
Instagram:paz.is

Ég er búin að vera alveg húkkt á skyrskálum í sumar en mér finnst þær bara svo svalandi og góðar. Hins vegar finnst mér þær ansi dýrar.

Þess vegna ákvað ég að gera mína eigin útgáfu heima en hafði skyrskálarnar frá Ísey skyr sem fyrirmynd, þó þær séu ekki nákvæmlega eins samt.

Með hráefnunum frá Muna er ekkert mál að eiga til í holla skyrskál sem er í senn lífrænt ræktuð og ekki eins vond við budduna.

Ég ákvað að gera tvær sortir af skyrskál eða þær allra vinsælustu, 1001 nótt og hindberja skál…….eins og ég segi þá er þetta mín útgáfa og því ekki alveg nákvæmlega eins.

Truflað góðar engu að síður og þið munuð ekki trúa hversu auðvelt er að gera svona sjálfur. Þið getið vel leikið ykkur með toppinn og sett hvaða gúmmelaði sem er ofan á eða jafnvel svissað toppnum á 1001 skálinni og hindberjaskálinni.

Möguleikarnir eru endalausir og ykkar er auðvitað valið. Mér finnst 1001 skálin betri þó þær séu báðar mjög góðar, hindberja er ögn súrari ef þú vilt ekki dísætt.

HRÁEFNI

1001 nótt skál

 

Eldfjalla skyr í botninn

Millilag:

2 dl frosið mango

2 dl frosinn ananas

1 frosinn banana

1 rífleg msk MUNA hnetusmjör

1/2-1 dl MUNA möndlur

1 dl smátt skornar MUNA döðlur (c.a 10 döðlur)

2,5 dl möndlumjólk

Toppur :

MUNA Haframúslí með eplum og kanil

Fersk jarðaber

Banani

Smátt skorið hnetustykki frá MUNA

Muna hnetusmjör

Smátt skorinn ananas úr dós (má sleppa)

 

Hindberjaskál

 

Banana og jarðaberja skyr í botninn

Millilag:

1,5 dl jarðaberja og bananaskyr

1/2 dl frosin hindber

1 frosinn banani

1-2 dl frosin jarðaber (ég frysti fersk jarðaber smátt skorin)

1 msk MUNA agave síróp

1 msk MUNA hnetusmjör

1/2 dl möndlumjólk

Toppur:

MUNA speltmusli með trönuberjum

Fersk jarðaber

Banani

Smátt skornar MUNA döðlur

Smátt skorinn MUNA kókósbiti

MUNA Hnetusmjör

Aðferð:

Sú sama með báðar skálarnar 

1.Setjið skyr í botn á skálinni

2.Setjið svo allt sem á að fara í millilag í blandara og blandið vel en ekki of lengi því það á að vera þykkt og frosið. Best að sjá að allt er blandað saman og orðið að mauk og slökkva þá

3.Setjið svo millilagið ofan á skyrið og látið það ná alveg upp að brún

4.Stráið svo musli yfir

5. Skerið svo niður banana, fersk jarðaber, MUNA stykki og döðlur og setjið ofan á ásamt hnetusmjöri