Kollagen í kroppinn þinn

Það eru fáir betur til þess fallnir en Ásdís Grasa eins og hún er gjarnan kölluð að setja saman næringarríka hristinga enda hannað og hrist þá saman ófáa í gegnum tíðina. Ásdís býr yfir botnlausri visku þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl og hollri næringu. Ásdís deildi eftirfarandi fróðleik í heilsublaði Nettó sem út kom í dag í tilefni af heilsudögum sem fram fara dagana 27. – 06. febrúar.

Þegar Ásdís býr sér til góðan heilsudrykk segist hún leggja áherslu á að hafagrunninn saman settan af próteini, trefjum og fitu. “Ég bæti svo yfirleitt við smá sætu í formi ávaxta og eða stevíu í litlu magni ef mér finnst það þurfa. Eins nota ég gjarnan Acacia fiber trefjarnar sem gefa góða seddu tilfinningu. Svo hef ég notað Collagn duftið frá Now lengi.”

Hvað er kollagen?

Kollagen er eitt helsta uppbyggingar prótein líkamans og líkja má kollageni við lím sem heldur líkamanum saman. Kollagen sér til þess að vefir haldist sterkir saman og er að finna m.a. í vöðvum, beinum, húð, sinum og er einnig eitt aðal uppbyggingarefni húðar, hárs og nagla. Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen sem fer minnkandi eftir 25 ára aldur.

Kollagen er að finna aðallega í dýraafurðum s.s. kjöti, fisk, kjúkling, beinaseyði og eggjahvítum. Kollagen má einnig taka inn í duftformi og mikilvægt er að það sé ‘hydrolyzed collagen’ en þá hafa amínósýrurnar verið brotnar niður og frásogast mun betur í meltingarvegi. Einnig er gott að taka C vítamín aukalega eða passa upp á fá ríkulegt magn af C vítamíni úr fæðunni samhliða kollagen inntöku þar sem það gegnir mikilvægu hlutverki í framleiðslu og nýtingu kollagens. Hreint kollagen í duftformi er t.d. hægt að bæta út í safa, kaffi, grauta, jógúrt, þeytinga og út í bakstur.

 

Kakó kollagen latte

1 bolli heitt kaffi eða soðið vatn

½ msk kakóduft

½ tsk kanill frá Muna

1 msk kollagen protein frá Now

1 msk hampfræ frá MUNA

3 dropar English toffee stevia Now

½ msk MCT olía mocha/chocolate Now

Öllu skellt í blandara.

Yngjandi Rauðrófu drykkur

1 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola

1 skeið Collagen Peptides Powder frá Now

1 msk hörfræ frá MUNA

3 dropar Frensh Vanilla Stevia frá Now

½ -1 msk Acai berjaduft

1 hnefi frosin lífræn hindber

½ msk Beet Root duft frá Now

Öllu skellt í blandarann.

 

Fylgstu með Ásdísi á instagram hér;

Allt um heilsu- og lífstíldagana Nettó hér;