Granóla skálar

Höfundur:
Ásta Eats- Matarbloggari
Instagram:astaeats

 

Taktu morgunmatinn á annað stig með þessum litlu og krúttlegu granóla skálum.

Minna uppvask og meiri gleði!

Ég mæli með að fylla skálarnar með kókosjógúrti eða grísku jógúrti og njóta með ferskum jarðaberjum.

 

 

Innihald:

3 dl grófir hafrar frá MUNA

1-2 dl kókosmjöl frá MUNA

1/2 dl hampfræ frá MUNA

1 msk kakóduft frá MUNA (má sleppa)

1/2 dl dökkt agave síróp frá MUNA (eða MUNA hunang í staðinn)

1/2 dl kókosolía frá MUNA (fljótandi)

 

Aðferð:

Byrjið á því að hita ofninn upp í 180°C og gerið tilbúin 8 muffinsform.

Blandið öllum hráefnum vel saman í stóra skál. Gott er að byrja á þurru hráefnunum og blanda svo sírópinu og kókosolíunni saman við.

Setjið 2-3 msk í hvert muffinsform og búið til litla skál. Það er hægt að nota matskeið en mér þótti fljótlegt og auðvelt að nota skotglas. Þið einfaldlega pressið granóla blöndunni niður og dreifið henni út í kantana.

Passið að setja ekki of mikið af granóla blöndu í botninn því annars bakast hann ekki jafn vel og hliðarnar.

Bakið í 12-15 mínútur og leyfið skálunum að kólna áður en þið fyllið þær.

Njótið í botn!