Hollari grjónagrautur

Hægt er að útbúa klassíska grjónagrautinn sem hollari kost, með grófum grjónum, hrásykri og besta kanilnum.

Hvít grjón eru í raun jafn kolvetnarík og sykur en um leið og grjónin eru orðin gróf eru þau orðin töluvert næringarríkari af bæði steinefni og trefjum og hækka ekki blóðsykur eins og hvítur sykur og hvít grjón gera.

Sama má segja um hrásykur versus hvítan sykur en þó hann hækki blóðsykur jafnt og hvítur sykur er að finna ögn af steinefnum í hrásykri og hann er ekki bleiktur eins og sá hvíti.

Það sem margir vita ekki er að kanill getur safnast fyrir í lifrinni þá sérstaklega í börnum, þá er ég að tala um hinn venjulega kanil, en hann inniheldur mikið magn af kúmaríni sem getur valdið lifraskaða.

Hins vegar inniheldur Ceylon kanill mjög lítið af Kúmaríni og því alveg óskaðlegur börnum.

Ceylon kanillinn frá MUNA er  mjög góður, svo sæt og dásamleg lykt af honum.

Ég held að það sé alveg óhætt að segja að hér höfum við uppskrift af grjónagraut sem þið getið gefið börnunum ykkar án þess að óttast eiturefni og óhollustu.

Það sem meira er, er að hann er líka mjög góður kaldur og þess vegna hægt að setja hann í skálar með kanilsykur yfir og svo inn í ísskáp og taka svo út sem eftirrétt.

Ef þið notið rúsínur myndi ég alltaf velja þær lífrænt ræktaðar því ég hef heyrt að notuð sé bennisteinssýra í þeim sem eru ekki lífrant ræktaðar.

Rúsínurnar frá MUNA eru lífrænt ræktaðar eins og allt annað frá þeim og innihalda því enga brennisteinssýru auk þess að þær eru virkilega góðar líka.

 

HRÁEFNI

  • 2 dl gróf grjón frá MUNA
  • 4 dl vatn
  • 1 tsk salt
  • 5 dl nýmjólk
  • 1 dl rjómi
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 stk kanilstöng
  • 2 msk MUNA hrásykur

Ofan á

AÐFERÐ

  1. Byrjið á að sjóða grjónin í vatninu með saltinu í 45 mín
  2. Þegar grjónin eru soðin og allt vatn gufað upp bætið þá 5 dl af mjólk og 1 dl af rjóma út í og hrærið vel
  3. Setjið vanilludropa, hrásykur  og kanilstöngina með út í pottinn og setjið hlemm ofan á
  4. Látið ná suðu og lækkið þá hitann, sjóðið við vægan hita í 35-45 mínútúr í viðbót og hrærið reglulega í svo brenni ekki við botninn
  5. Þegar suðutíminn er liðinn bætið þá 2-3 dl af nýmjólk út í og hrærið
  6. Setjið í skálar og stráið rúsínum og kanilsykri yfir
  7. Ég hef alltaf lyfrapylsu með grautnum en krakkarnir mínir elska það