Hver elskar ekki ofureinfaldan, ótrúlega góðan, fljótlegan og hollan mat?! Ég að minnsta kosti lifi fyrir rétti sem uppfyllir öll þessi skilyrði. Þessi sítrónu búddaskál með kínóa og grænmeti er einmitt akkúrat þannig, ofureinföld, ótrúlega góð, fljótleg og holl!

Það er samt ekki svo langt síðan ég uppgvötaði almennilega kínóa, en síðan ég uppgvötaði það, hefur það verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það tekur stuttan tíma að elda það, u.þ.b. 15 mín. Það er próteinríkt, inniheldur fullt af góðum vítamínum, steinefnum, trefjum og andoxunarefnum, sannkölluð ofurfæða. Það er ekki bragðmikið og gengur því með ótrúlega mörgu. Áferðin á því minnir svolítið á hrísgrjón og pasta, nema bara mikið minna. Dóttir mín sem er 2½ árs og getur verið mjög vandlát þegar kemur að mat, elskar kínóa, og mér finnst það segja mikið um ágæti þess.

Það er hægt að leika sér svolítið með þennan rétt og nota það grænmeti sem til er í ísskápnum, ég geri það reglulega. En held mig samt yfirleitt við að smella kjúklingabaunum með til að fá meiri fyllingu í réttinn. Sítrónuolían og ólífurnar finnst mér líka algjörlega ómissandi en þær koma með svo ferskt og gott bragð.

Ég vil rétt benda á hversu gott það er fyrir okkur og náttúruna að velja lífrænt. Bæði í ferskvörum eins og ávöxtum og grænmeti og hilluvörum eins og ólífum, baunum og kornvörum. Það er meðal annars ekki notað neitt skordýraeitur við framleiðslu lífrænna vara en það hefur verið sýnt fram á hversu ótrúlega skaðlegt það er fyrir okkur og náttúruna. Það er auðvelt að muna það að allar Muna vörurnar eru allar lífrænar og því leikur einn að velja lífrænt í búðinni.

Innihald:

Aðferð:

  • Setjið 2 dl kínóa í pott og bætið 4 dl af vatni út í, sjóðið rólega með lokið á pottinum í uþ.b. 10 mín, takið lokið af pottinum og haldið áfram að sjóða þar til allt vatnið hefur gufað upp, fylgist vel með passið að brenna ekki kínóað.
  • Brjótið harða endann af aspasnum.
  • Setjið kókosolíu á pönnu og steikið aspasinn í u.þ.b. 5 mín á meðal hita. Bætið kjúklingabaununum út á og kryddið með salti og pipar. Rífið gulræturnar út á pönnuna og steikið í u.þ.b. 5 mín, kryddið til með salti og pipar.
  • Rífið börkinn af sítrónunni út á pönnuna og kreystið safann úrr henni, skerið tómatana í 4 hluta og setjið á pönnuna til að hita þá.
  • Setjið kínóa í skálar og skiptið grænmetinu á milli skálanna. Dreifið sesamfræjum yfir, u.þ.b. 1 tsk yfir hverja skál og hellið örlítið af sítrónuolíu yfir.

Höfundur: Linda Ben