Hér höfum við alveg ótrúlega góða grænmetissúpu sem er hlaðin af allskonar góðgæti. Hún er mjög matarmikil og saðsöm, full af próteini, trefjum og auðvitað vítamínum, andoxurnarefnum og steifefnum.

Það er í algjöru uppáhaldi hjá mér núna að bæta quinoa í tærar súpur, áferðin og bragðið á quinoanu út í súpu minnir mig svolítið á gömlu stafasúpuna sem örugglega margir kannast við. Það er þó ekki hægt að setja þessi súpa minni á stafasúpuna í heildsinni því þær eru talsvert ólíkar. Quinoað gerir súpuna próteinríkari, saðsamari og meira mettandi.

Mikið hefur verið rætt um skaðsemi fræolía í samfélaginu og því vil ég benda ykkur á að steikja upp úr kókosolíu eins og ég geri í þessari uppskrift. Ég nota kókosolíuna frá Muna alveg svakalega mikið til að steikja upp úr. Hún er alveg bragðlaus og oxast ekki við steikingu, er þess vegna miklu hollari fyrir okkur heldur en að steikja upp úr fræolíum, einnig er hún að sjálfsögðu lífræn eins og allar vörurnar frá Muna. Ég nota yfirleitt u.þ.b. 1 tsk af olíu sem er yfirleitt á föstu formi en hún bráðnar um leið og hún fer á pönnuna og virkar alveg rosalega vel til að steikja upp úr.

Innihald:

Aðferð:

  • Setjið kókosolíu í stóran pott.
  • Skerið laukinn mjög smátt niður, skerið einnig gulrætur, zucchini og sæta kartöflu, setjið ofan í pottinn og steikið þar til laukurinn er farinn af verða glær.
  • Pressið hvítlauksrifinn og bætið út í pottinn, steikið.
  • Bætið hökkuðu tómötunum út í og blandið saman.
  • Hellið vatninu út í pottinn og bætið kjúklingakraftinum út í.
  • Setjið quinoa í fínt sigti, skolið það mjög vel og bætið svo út í súpuna.
  • Kryddið með salti og pipar, hrærið vel saman og setjið lokið á pottinn. Leyfið þessu að malla í u.þ.b. 25-30 mín og hrærið mjög reglulega í.
  • Þegar quinoað er soðið og grænmetið mjúkt í gegn, bætið þá kjúklingabaunum og spínati út í pottinn, hrærið og látið malla í 5 mín.
  • Berið fram með ferskum parmesan.

 

Höfundur: Linda Ben