Snickers Smoothie

Höfundur:
Ásta Eats- Matarbloggari
Instagram:astaeats

Hollur og góður smoothie sem minnir mann á ástsæla súkkulaðistykkið Snickers!

 

Innihald:

1 frosinn banani

1-2 tsk kakóduft frá MUNA

1 msk fínt hnetusmjör frá MUNA

3-4 döðlur frá MUNA

1-2 tsk hampfræ frá MUNA

Möndlumjólk eftir smekk til að blanda öllu saman

Valkvætt:

1-2 msk grískt jógúrt eða kókosjógúrt

1 tsk af vanilludropum

Aðferð:

Setjið allt saman í blandara, blandið og njótið!

P.s. Mér finnst algjört nammi að skella döðlunum í soðið vatn í 5 mínútur til að mýkja þær aðeins áður en ég set þær í blandarann en döðlur gefa frá sér svo gott karamellubragð!