Döðlu og múslíbitar

Höfundur:
Kolbrún Pálína, Markþjálfi
Instagram: kolbrunpalina

 

Botn

300 gr MUNA lífrænar og steinlausar  döðlur.

2 dl MUNA kaldpressuð kókosolía.

Ca 100 gr MUNA Spelt múslí með trönuberjum.

1 msk MUNA kakó.

1 tsk vanilla (Góðir dropar eða duft).

Sjávarsalt (dass).

 

Bráð

2 dl MUNA kaldpressuð kókosolía.

2 dl MUNA kakó.

½ – 1 dl af MUNA hlynsýrópi eða hunangi eftir smekk.

 

Aðferð

Látið döðlurnar liggja í bleyti í heitu sjóðandi vatni í 10 mín.

Hellið vatninu af döðlunum.

Setjið döðlurnar ásamt kókosolínni í matvinnsluvél og hrærið vel saman.

Bætið vanillu og salti við.

Hrærið að lokum múslínu varlega við blönduna með sleif.

Setjjið blönduna í form og setjið hana í frysti.

 

Setjið því næst kókosolíu, kakó og síróp eða hunang saman í skál og hrærið vel yfir vatnsbaði.

 

Hellið súkkulaðinu yfir og setjið formið aftur inn í frysti.

 

Hægt er að bæta hverju sem er út í súkkulaðið. Þurrkuðum ávöxtum, hnetum og fl. Sjálf valdi ég kókosmjöl og sjávarsalt að þessu sinni þar sem múslíblandan inniheldur alls konar gógæti. Bitarnir eru fullkomnir í ferðalagið, útileguna, gönguna eða bara með kaffinu heima.

 

Verði ykkur að góðu!