Þessar kókoskúlur eru ómissandi þegar manni langar í eitthvað sætt án hvíta sykursins.

Njótið vel!

 

Innihald:

  • 20 döðlur frá MUNA
  • 2 dl. grófir hafrar frá MUNA
  • 1 msk. hampfræ frá MUNA
  • 1 msk. kakóduft frá MUNA
  • 1 dl. kókosmjöl frá MUNA

 

Aðferð:

  • Byrjið á því að sjóða vatn og leggið döðlurnar í heitt bleyti í 5-10 mínútur en það mýkir döðlurnar og gerir þær ennþá meira ‘djúsí’.
  • Á meðan döðlurnar liggja í bleyti skellið þið höfrunum og hampfræjunum í matvinnsluvél og blandið því saman í gróft duft.
  • Bætið svo döðlunum við ásamt kakóduftinu og blandið saman í deig. Ef deigið er smá þurrt þá getið þið bætt við 1-2 msk. af heitu vatni.
  • Rúllið deiginu upp í kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu.
  • Kókoskúlurnar skal geyma inn í ísskáp en þær geymist einnig vel í frystinum.