Heilsu hrökkkex

Höfundur; María Gomez, matarbloggari.

Þetta hrökkkex er glúteinlaust og trefjaríkt og gott að eiga til að grípa í með hollu áleggi í amstri dagsins. Hrökkkexið hentar einnig þeim sem eru á lágkolvetna mataræði og þá sem eru ketó. T.d. mjög gott með osti eða kotasælu, hummus, möndlusmjöri, eggi eða avókadó.

½ dl graskersfræ

½ dl sólblómafræ

½ dl sesamfræ

2 msk husk

2 msk olía

2 dl vatn

Salt og krydd

Sjóðið vatn og bætið olíu og salti saman við. Hrærið saman í aðra skál fræjum, huski og kryddi ef vill. Blandið svo vatnsblöndu við. Setjið á bökunarplötu og fletjið út. Bakið við 150°C í 50 mín. Slökkvið á ofni og látið standa í ofni í aðrar 50 mín. Geymið í kæli. Þið getið notað ýmis krydd ef viljið aukalega t.d. pizzakrydd, oregano, rósmarín, laukduft, o.fl.

Verði ykkur að góðu