Kryddaðu tilveruna

Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir, markaðskona og markþjálfi, legg­ur mikla áherslu á að vakna vel og fal­lega, eins og hún orðar það. Hún vill vera laus við stress og morg­un­stæla. Hún deil­ir sín­um hug­mynd­um um rútín­una í Heilsu­blað Nettó:

„Huggu­legt magn af stressi get­ur verið skemmti­legt, hvetj­andi og, já, í raun bara eðli­legt. Fari það yfir þol­mörk­in fer lík­am­inn að bregðast við með alls kyns varn­ar­viðbrögðum sem leiða af sér slæma áv­ana hvað varðar nær­ingu. Hver og einn þarf svo að finna sín mörk,“ seg­ir Kol­brún Pálína.

Kol­brún Pálína seg­ir að núna sé rétti tím­inn fyr­ir sjálfs­skoðun.

„Fyr­ir þau ykk­ar sem hafið ekki þorað að staldra nægi­lega lengi við til að skoða eig­in líðan eða anda ofan í maga, þá er haustið 2022 al­gjör­lega frá­bær tími til þess. Það er nefni­lega aldrei of seint og það þarf ekk­ert pró­gramm, aðeins nokkr­ar mín­út­ur á dag með sjálf­um sér.“

Kol­brún ráðlegg­ur fólki að byrja á því að setja sam­an stutta rú­tíu fyr­ir svefn­inn.

„Eins og til dæm­is að þvo og næra húðina vel, drekka einn te­bolla í ró­leg­heit­um, taka inn magnesí­um, bursta tenn­ur og taka til föt, æf­inga­tösku og/​eða vinnutösku fyr­ir næsta dag,“ seg­ir Kol­brún Pálína og vill meina það að byrj­un dags­ins segi mikið um það hvernig dag­ur­inn verði.

„Stilltu klukk­una ör­lítið fyrr en venju­lega og andaðu ör­lítið dýpra á kodd­an­um á meðan þú vakn­ar í ró­leg­heit­um. Föt­in bíða þín og allt er klárt!“

Marg­ir byrja dag­inn á að drekka glas af vatni fyr­ir fyrsta kaffi­boll­ann og þá er gott að láta vatnið standa yfir nótt og drekka það við stofu­hita.

„Ekki er verra að kreista smá sítr­ónu út í og vökva lík­amann vel. Svo er það upp­á­haldsaugna­blik dags­ins fyr­ir mér: Kaffi­boll­inn.“

Kol­brún bragðbæt­ir oft kaffið á haust­in.

„Jafn­vel sam­eina ég kaffi og góða nær­ingu í kaffi­bústi og tek með mér í bíl­inn og nýt þess á meðan ég rúlla í vinn­una. Það eru nefni­lega litlu hlut­irn­ir í líf­inu sem skapa stóru mynd­ina. Spurn­ing­in er bara: Hvaða litlu hlut­ir gera dag­inn þinn betri?“

Hér eru nokkr­ir af mín­um upp­á­haldskaffi­boll­um.

 

Kryddaður

1 bolli sterkt kaffi (einnig má nota kryddað te, t.d. chai, kanilte eða túr­merikte)

2 tsk. möndl­u­smjör frá MUNA

1 tsk. kanill frá MUNA

½ tsk. túr­merik frá MUNA

Pip­ar

Kolla­gen

Blandið öllu var­lega sam­an í bland­ara. Gætið þess  að heiti vökvinn kólni aðeins áður en hann fer í bland­ar­ann.

Heit­ur

1 bolli sterkt kaffi

2 tsk. möndl­u­smjör frá MUNA

2 tsk. kolla­gen

1 tsk. kanill frá MUNA

1 daðla frá MUNA

Blandið öllu var­lega sam­an í bland­ara. Gætið þess að heiti vökvinn kólni aðeins áður en hann fer í bland­ar­ann.