Tökur á glæsilegri MUNA auglýsingu fóru fram á dögunum þar sem óhætt er að segja að öllu hafi verið til tjaldað. Enginn annar en stórsöngvarinn Friðrik Dór sá um að halda stuðinu gangandi á tökustað á meðan glæsilegur hópur hressra barna fyllti fallegasta strætó landsins strætó af stuði, en eins og og glögg augu hafa eflaust tekið eftir keyrir nú MUNA strætó um götur bæjarins í MUNA litunum.
H verslun sá um að klæða bæði leikarana sem allir eru í “eigu” starfsmanna Icepharma og dansara í Nike fatnað í stíl við strætó sem setti einstaklega fallegan brag á heildina. Danshöfundurinn Mirjam Yrsa Friðleifsdóttir, kennari við Listahásskóla Hafnarfjarðar sá um að setja saman dansspor sem vægast sagt gladdi augun.
Þær Lára Sigríður Lýðsdóttir, Stefanía Þórisdóttir og Elín María Halldórsdóttir sáu um alla hugmyndarvinnu og framkvæmt á verkefninu. Að lokum voru það snillingarnir frá KIWI sem tóku upp auglýsinguna og sáu um myndatökur.
Auglýsinguna má sjá á næstu dögum en fyrir þá sem vilja sjá stemninguna bak við tjöldin þangað til þá mælum við með instagram síðu MUNA: www.instagram.com/muna_himneskhollusta