Morgunmatur Kolbrúnar Pálínu

„Marg­ir segja morg­un­mat mik­il­væg­ustu máltíð dags­ins, aðrir kjósa að fasta til há­deg­is og jafn­vel leng­ur. Mik­il­vægast er að hver og einn finni það sem hent­ar sér og sín­um lík­ama, seg­ir Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir markþjálfi og talsmaður Muna í Heilsu­blaði Nettó en hér tek­ur hún sam­an hug­mynd­ir að nær­ingu til að borða á morgn­ana:

Súper­fæða í skál
½ fros­inn ban­ani
8 tsk. fros­in líf­ræn jarðarber
1 bolli möndl­umjólk
1 msk. möndl­u­smjör frá Muna
1 msk. chia-fræ frá Muna
1 skeið Plant Protein Comp­l­ex vanilla frá Now.

Aðferð
Blandið öllu vel sam­an í bland­ara og hellið í skál. Toppið með fræj­um, fersk­um berj­um, hnetu­smjöri, kó­kos­flög­um, kakónibb­um, mús­lí eða því sem hug­ur­inn girn­ist.

Chia-graut­ur í krukku með hind­berj­um og kó­kos

4 dl kó­kos­mjólk
2 dl chia-fræ frá Muna
1 msk kó­kos­mjöl
1 dl fros­in hind­ber
Toppaðu graut­inn með fersk­um berj­um og kó­kos­bit­an­um frá Muna.

Lesa má heilsu- og lífstílsblað Nettó hér.

Fylgjast má með Kolbrúnu Pálínu hér.