Morgunmatur Kolbrúnar Pálínu
„Margir segja morgunmat mikilvægustu máltíð dagsins, aðrir kjósa að fasta til hádegis og jafnvel lengur. Mikilvægast er að hver og einn finni það sem hentar sér og sínum líkama, segir Kolbrún Pálína Helgadóttir markþjálfi og talsmaður Muna í Heilsublaði Nettó en hér tekur hún saman hugmyndir að næringu til að borða á morgnana:
Súperfæða í skál
½ frosinn banani
8 tsk. frosin lífræn jarðarber
1 bolli möndlumjólk
1 msk. möndlusmjör frá Muna
1 msk. chia-fræ frá Muna
1 skeið Plant Protein Complex vanilla frá Now.
Aðferð
Blandið öllu vel saman í blandara og hellið í skál. Toppið með fræjum, ferskum berjum, hnetusmjöri, kókosflögum, kakónibbum, múslí eða því sem hugurinn girnist.
Chia-grautur í krukku með hindberjum og kókos
4 dl kókosmjólk
2 dl chia-fræ frá Muna
1 msk kókosmjöl
1 dl frosin hindber
Toppaðu grautinn með ferskum berjum og kókosbitanum frá Muna.
Lesa má heilsu- og lífstílsblað Nettó hér.
Fylgjast má með Kolbrúnu Pálínu hér.