Taco súpa með heimagerðu Nachos
Þessi bragðgóða taco súpa rífur vel í bragðlaukana og iljar því kroppnum vel. Með súpunni gerði hún heimalagað Nachos sem engann ætti að svíkja.
Taco súpa
- 2 msk Muna Ólífuolía
- 1 laukur smátt skorinn
- 3 marinn hvítlauksrif
- 500-600 gr nautahakk
- Salt og pipar
- 2 kúfullar msk af MUNA tómatpúrru
- 1 rífleg msk taco krydd (ég notaði frá Gurmey)
- 1 dós maísbaunir (safinn með)
- 1 dós maukaðir tómatar
- 1 dós nýrnabaunir (safinn með)
- 1 msk dökkt MUNA agavesíróp
- 1 dós sýrður rjómi með graslauk
- 1 tsk hot wing sósa
- 2 msk grænmetiskraftur í duftformi
- 2 bollar soðið vatn
Nachos
- 35 gr sesamfræ
- 35 gr Hörfræ
- 20 gr Graskersfræ
- 45 gr Sólblómafræ
- 2 dl Maísmjöl (glútenlaust fæst í Fræinu og Hagkaup. ATH ekki sama og Maizenamjöl þetta er frá merkinu Ma Vie)
- 1/2 tsk borðsalt
- 1/2 dl Extra Virgin Ólífuolía frá MUNA
- 2 1/2 dl sjóðandi heitt vatn
- Gróft salt
- Þurrkaðan graslauk
AÐFERÐ
Taco Súpa
- Hitið olíuna í potti og bætið lauk og hvítlauk saman við og mýkjið í olíunni
- Þegar laukarnir eru orðnir mjúkir setjið þá nautahakkið út á og saltið og piprið
- Þegar hakkið er orðið ljósbrúnt að lit setjið þá tómatpúrru og nacho krydd út á og hrærið vel inn í hakkið
- Bætið næst við maukuðu tómötunum og baununum og hellið safanum af báðum baununum með út í súpuna
- Hrærið saman og bætið grænmetis soðduftinu og vatninu saman við ásamt agavesírópinu og hot wing sósunni og hrærið saman
- Bætið svo sýrða rjómanum út í og látið sjóða saman í 15-20 mínútur
- Berið fram með avókadó, rifnum osti og sýrðum rjóma ásamt nachos til að mylja út í
Nachos
- Setjið Fræin í blandara eða matvinnsluvél og malið þar til verður að fínu dufti
- Setjið svo fræin borðsaltið og maísmjölið saman í skál og hrærið saman með skeið.
- Setjið því næst olíuna og hrærið hana aðeins inn í blönduna.
- Sjóðandi vatninu er svo hellt yfir að lokum og allt hrært saman.
- Setjið deigið á bökunarpappír og svo annan bökunarpappír ofan á.
- Byrjið á að fletja það aðeins út með flötum lófa og notið svo kökukelfi til að fletja deigið út í ferning sem er jafnstór og bökunarpappírinn.
- Takið næst pappírinn ofan af og setjið deigið á bökunarplötu með pappírnum sem var undir. Best er að draga pappírinn upp á plötuna, það þarf að fara varlega að deigið leki ekki til.
- Saltið svo yfir allt með grófu salti og stráið þurrkuðum graslauk yfir. Ekki vera feiminn við saltið og graslaukinn en mér finnst best að hafa vel af því. Passið þó að salta ekki heldur of mikið.
- Að lokum er gott að skera í deigið með pizzaskera nacholagaða þríhyrninga.
- Bakist í 55 mínútur við 150 c°